
Modular - smáhýsi
- Hvað er innifalið
- Hvernig kaupir þú Modular hús frá Úrvalshúsum
- Hvernig er greiðsluferlið
Þetta er innifalið í verðinu:
- Flutningur á hafnarbakka í Reykjavík
- Teikningar og aðaluppdrættir
- Full klárað að innan og utan
- Raflagnir og innfelld ljós
- Pípulagnir og hreinlætistæki (klósett, vaskar, sturta)
- Upphitun: Varmadæla; loft í loft ... hægt að fá gólfhita
- Upphitun: Rafmagnsofnar í svefnherbergjum
- Neysluvatn: Rafmagnshitun
Ekki innifalið en hægt að fá með húsunum:
- Jarðvinna og sökklar
- Uppsetning, tenging við rafmagn, vatn og frárennsli
- Kamína og fleira
- Baðinnrétting skv. teikningu
- Fullklárað eldhús, án tækja
- Hurðir, gluggar, handföng og læsingar
- Fataskápar, sbr. teikning
- Rúm, sbr. teikning
- Náttborð, sbr. teikning
- Sófi
Hvað þarf að gera til að kaupa Modular-hús frá Úrvalshúsum? - Ferlið er einfalt og skýrt.
1. VELDU HÚSIÐ ÞITT
Taktu þér tíma.
Fyrst skoðar þú úrval húsa hjá okkur og velur þér þitt hús. Þegar þú hefur valið hús hefur þú samband og við finnum tíma til að hittast og fara yfir valið.
2. FUNDUR & SPJALL
1-2 klukkustundir
Á fundinum förum við yfir verkefnið og svörum þeim spurningum sem kunna að koma upp.
3. TILBOÐ
2-4 dagar
Þegar við vitum hvað þú vilt gerum við þér tilboð í húsið þitt og fylgihluti þar sem ítarleg skilalýsing og yfirlit yfir búnað fylgir með. Á þessum tímapunkti getum við einnig sett upp tímalínu varðandi afhendingu á húsinu.
4. UNDIRRITUN KAUPSAMNINGS
3-6 vikur. Fer eftir afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Eftir undirritun kaupsamnings hefjumst við handa og látum vinna aðaluppdrætti, ásamt viðeigandi teikningum sem til þarf.
5. PÖNTUN HÚSSINS
1-2 dagar
Þegar byggingaáform hafa verið samþykkt af byggingarfulltrúa pöntum við húsið.
6. AFHENDING
8-12 vikur
Innan 8-12 vikna frá pöntum afhendum við húsið á byggingarstað og setjum það upp, ef þú óskar, og þú flytur inn.
Greiðsluferlið
1. Við undirritun kaupsamnings greiðist 15% af kaupverði.
2. Þremur dögum áður en húsið er pantað greiðist 75% af kaupverði.
3. Við afhendingu hússins á hafnarbakka greiðist 10% af kaupverði.
Ef óskað er eftir uppsetningu á húsinu þá greiðist 50% við verkbyrjun og 50% við verklok.
Ath. möguleiki er á að semja um annað greiðslufyrirkomulag.
